Fæðingarorlof 

COWI er fyrsta verkfræðifyrirtækið á Íslandi sem býður starfsfólki sínu, í fullu starfi, upp á sex mánaða uppbótargreiðslur til þess að tryggja að þú haldir þínum tekjum í fæðingarorlofi.

Að verða foreldri er dásamleg upplifun og á þessum tímamótum er fátt mikilvægara en stuðningur við fjölskyldur. Með nýju fyrirkomulagi fæðingarorlofs viljum við skapa bestu mögulegu aðstæður fyrir foreldra, sem starfa hjá COWI, til þess að hlúa að sjálfum sér og sínum nánustu og bjóða upp á uppbótargreiðslur sem samsvara fullum launum starfsfólks.
 
Foreldrar á Íslandi eiga hvort um sig rétt á sex mánaða fæðingarorlofi, með greiðslum frá fæðingarorlofssjóði sem nema 80% af heildarlaunum. Með þessu nýja framtaki vill COWI greiða fastráðnu starfsfólki mismuninn á launum og greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði og tryggja á þann hátt full laun í orlofi.
 
Markmið okkar er að bæta kjör nýbakaðra foreldra. Við teljum að þetta muni auðvelda foreldrum, óháð kyni, að taka fæðingarorlof sem stuðlar þannig að auknu kynjajafnrétti á vinnumarkaði.  
Við hjá COWI viljum búa til kjöraðstæður fyrir verðandi foreldra. Við erum þess fullviss að þessi tilhögun fái góðan hljómgrunn og að stuðningur sem þessi við fjölskyldur hjálpi okkur og starfsfólki okkar að gæta jafnvægis á milli vinnu og einkalífs á þessum dýrmæta tíma.
Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri COWI á Íslandi

Tækifæri til vaxtar 

Þetta framtak er hluti af stefnu okkar sem byggir á því að auka fjölbreytni og þátttöku, að gæta þess að öll upplifi sig velkomin og sem hluta af COWI, á öllum stigum lífsins.  
„Við trúum því að vellíðan sé lykillinn að velgengni bæði í leik og starfi. Með því að skapa góðar aðstæður þar sem starfsfólk fær tækifæri til að vaxa og dafna erum við að laða að og halda í hæfasta starfsfólkið á markaðinum,“ bætir Örn við.